Ralstonia
Ralstonia | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir[1] | ||||||||||||
Ralstonia basilensis Steinle et al. 1999 |
Ralstonia er ættkvísl baktería innan ættar Burkholderiaceae. Meðlimir ættkvíslarinnar eru staflaga og Gram-neikvæðir. Sumar tegundir eru kvikar og hafa þá ýmist staka, endastæða svipu eða kringstæðar svipur. Þær eru loftháðar og þarfnast því súrefnis til vaxtar og nota það sem loka-rafeindaþega í öndun. Undantekning er þó tegundin Ralstonia eutropha, sem er valháð loftfælin og getur með nítratöndun þrifist án súrefnis. Ættkvíslin er nefnd til heiðurs bandaríska örverufræðingnum Ericka Ralston.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 22. janúar 2013.
- ↑ E. Yabuuchi,Y. Kawamura og T. Ezaki (2005). Genus VII. Ralstonia, bls. 609-623 í J. T. Staley, D. J. Brenner og N. R. Krieg (ritstj.) Bergey's Manual of Systematic Bacteriology, 2. útgáfa, 2. bindi: The Proteobacteria Part C: The Alpha-, Beta-, Delta-, and Epsilonproteabacteria. Springer. New York. ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-387-24145-0