Ralph Nader

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ralph Nader (f. 27. febrúar 1934) er bandarískur neytendatalsmaður, lögfræðingur og rithöfundur af líbönskum ættum. Hann var fæddur 27. febrúar árið 1934 í bænum Winsted í Connecticut. Árið 1958 útskrifaðist hann með lögfræðigráðu frá Harvard háskóla. Árið 1959 starfaði hann sem lögfræðingur í Hartford í Connecticut og sem fyrirlesari um sögu og stjórnmál í Hartford háskóla frá 1961-1963.

Árið 1965 gefur hann út bókina “Unsafe at any speed” (ísl. Óöruggur á hvaða hraða sem er). Þessi bók var formleg ákæra á hendur bílaiðnaðarins í Detroit, þar sem hann ásakar framleiðendur um að setja stíl fram yfir öryggi þegar bílarnir voru hannaðir.

Í kjölfarið, árið 1966, skrifar forseti Lyndon. B. Johnson undir og tekur í gildi þjóðarlög um öryggi umferðar og vélknúinna ökutækja (e. The national traffic and motor vehicle safety act). Á ferli sínum sem neytendatalsmaður stofnaði Nader mörg samtök, þ.á m. The center for study of responsive law, The public interest research group, The center for auto safety, Public citizen, Clean water action project, The disability rights center og mörg fleiri[1]

Nader og forsetaframboð[breyta | breyta frumkóða]

Þann 19. ágúst árið 1996 er Nader tilnefndur sem frambjóðandi 4Græna flokksins til forseta. Í þeim kosningum fékk hann 685.000 atkvæði eða um 0,71% af heildaratkvæðum þjóðarinnar.

Í nóvember árið 2000 er hann svo aftur tilnefndur sem frambjóðandi Græna flokksins til forseta. Í þetta skipti fékk hann 2,8 milljónir atkvæða eða um 2,75% af heildaratkvæðum þjóðarinnar.

Þann 22. febrúar árið 2004 tilkynnir Nader framboð sitt til forseta sem sjálfstæður aðili. Í þeim forsetakosningum fær hann 411.304 atkvæði eða um 1% af heildaratkvæðum.

Í kjölfar þessarra kosninga höfðar Nader mál á hendur Þjóðarnefndar demókrata (e. Democratic national committee), framboð Kerry-Edward og einnig samtökin PAC America coming together þar sem hann sakar þessa aðila um að leggjast gegn því að hann fengi að komast á kjörseðla nokkurra fylkja. Málinu var síðar vísað frá.

Þann 24. febrúar árið 2008 tilkynnir Nader fjórða framboð sitt til forseta, aftur sem sjálfstæður aðili. Í þessum kosningum fékk hann mjög fá atkvæði og hafði hann lítil sem engin áhrif á lokaniðurstöðu kosninganna[2]

  1. „Ralph Nader biography“.
  2. „Ralph Nader fast facts“.