Rakel Þorbergsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rakel Þorbergsdóttir (f. 15. júní 1971) er íslenskur stjórnmálafræðingur og fyrrum fréttastjóri Ríkisútvarpsins.

Rakel er fædd á Akureyri og alin upp þar og í Reykjavík.[1] Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði og diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í ljósvakafjölmiðlun frá Emerson College í Boston. Rakel var ráðin fréttastjóri RÚV árið 2014 en áður hafði hun starfað sem fréttamaður, vaktstjóri og varafréttastjóri á RÚV. Starfsferill Rakelar í fjölmiðlum hófst hins vegar er hún var ráðin í sumarafleysingar á Morgunblaðinu árið 1997 en þar starfaði hún í hálft annað ár eða þangað til hún hóf störf á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 1999.[2][1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Erla Hlynsdóttir, „Tilbúin í ólgusjóinn“, Fréttatíminn, 19. tbl. 5. árg. 2014, bls. 18-20 (skoðað 27. nóvember 2019)
  2. Visir.is, „Rakel Þorbergsdóttir nýr fréttastjóri RÚV“ (skoðað 27. nóvember 2019)