Ragnhildur Stefánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnhildur Stefánsdóttir (f. 28. júní 1958) er íslenskur myndhöggvari.

Ragnhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1977-1981 og lauk MFA gráðu frá Listaháskólanum Carnegie Mellon University í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1987.[1][2]

Meðal þekktustu verka Ragnhildar er höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem tók sæti á Alþingi. Styttan er við Skála, viðbyggingu Alþingishússins við Kirkjustræti í Reykjavík. Styttan var vígð á hátíðarsamkomu sem haldin var í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna þann 19. júní 2015.[3][4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Myndlistarsýning í Tehúsinu Mbl.is. skoðað 25. maí, 2016
  2. Eiríkur Þorláksson, „Ragnhildur Stefánsdóttir myndlist“, Morgunblaðið, 7. september 1993, (skoðað 18. júní 2019)
  3. Ingibjörg Bjarnason komin á sinn stall Rúv. Skoðað 25. maí, 2016
  4. Alþingi.is, Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason (skoðað 18. júní 2019)