Fara í innihald

Ragnar Sólberg Rafnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ragnar Zolberg.

Ragnar Sólberg Rafnsson eða Zolberg (f. 2. desember 1986, Hafnarfirði) er söngvari, gítarleikari og einn aðal lagahöfunda hljómsveitarinnar Sign. Ragnar og bróðir hans, Egill Örn Rafnsson, eru synir Rafns Jónssonar, trommuleikara. Ragnar á tvö önnur systkini þau Helgu Rakel Rafnsdóttur og Rafn Inga Rafnsson.

Ragnar gekk í sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation árið 2012 og hefur gefið út tvær plötur með þeim. Hann var látinn fara úr hljómsveitinni árið 2017.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.