Rafhlaupahjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rafhlaupahjól í Stokkhólmi.

Rafhlaupahjól eða rafmagnshlaupahjól, stundum nefnd rafskúta og rafskutla, eru fararskjóti sem ganga fyrir rafmótor eða rafhlöðu. Þau eru hönnuð með bretti þar sem fólk stendur á og eru dekkin ýmist hörð eða með loftslöngu.

Samanbrjótanleg rafhlaupahjól með liþíum batteríum urðu fáanleg frá 2013-2014 og hafa aukist í vinsældum síðustu ár. Sprottið hafa upp leigur víða um heim þar sem fólk nýtir smáforrit (app) til að ræsa hjólin.

Hámarkshraði er um 30 km/kls. Reglur og aldurstakmörk eru breytileg eftir löndum.

Reynsla eftir löndum[breyta | breyta frumkóða]

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Rafhlaupahjól eru skilgreind sem reiðhjól. Þó má ekki aka á akbraut annars gildir sama um þau og reiðhjól; hjálmskylda fram að 16 ára, tillitsemi við gangandi vegfarendur. Ekki má vera með farþega á hjólinu. Rafhlaupahjólaleigur hafa sett aldurstakmark, 18 ár. Fyrsta rafhlaupahjólaleigan, Hopp, var opnuð í september 2019. [1] Með tilkomu Wind Mobility hjólaleigunnar bættust 600 hjól í Reykjavík og í september 2020 voru því um 1.100 rafhlaupahjól í borginni. Hjólaleigurnar eru: Hopp, Kikk og Zolo [2]

Í nóvember 2021 varð fyrsta banaslysið á farartækinu þegar því lenti saman við léttbifhjól við hjólastíg við Sæbraut.[3] Samkvæmt úttekt Læknablaðsins voru flest slys minniháttar og slysatíðni ekki meiri en við aðrar samgöngur eða íþróttir.[4]

Í öðrum löndum[breyta | breyta frumkóða]

  • Í Belgíu er aldurstakmark 15 ára og má vera á vegum þar sem hraðamörk eru 25 km/klst. Hlífðarbúnaður er ekki skylda.
  • Frakkland: Aðeins má hjóla á gangstéttum ef hraðinn er undir 6 km/klst. Annars skulu hjólaakreinar notaðar.

Árið 2023 voru leiguhjól bönnuð í París. [5]

  • Þýskaland: Rafhlaupahjól sem takmörkuð eru við 12 km/klst má nota frá 12 ára aldri og á gangstéttum. Þau sem ná 20 km/klst hafa 14 ára aldurstakmark og eru bundnar við hjólastíga.
  • Írland: Allir sem eru á rafhlaupahjólum þurfa að borga tryggingu, vegaskatt og vera með ökuskírteini.
  • Holland: Hjólin eru ólögleg eftir dauðaslys árið 2018 á rafvagni.
  • Nýja-Sjáland: Löglegt er að hjóla á gangstéttum, vegum og aðskildum hjólastígum (en ekki hjólastíg meðfram vegi)
  • Noregur: Skilgreind sem hjól og má hjóla á gangstéttum, vegum, hjólastígum hvort sem er aðskildum eða meðfram vegum. Hámarkshraði er 20 km/klst. Hvorki aldurstakmark né hjálmskylda. Til stendur að herða reglur um tækin í Ósló, banna um helgar og fækka þeim. [6]
  • Danmörk: Leiga á hjólunum hefur verið takmörkuð um helgar og í miðbæ borga vegna drukkins fólks og tilheyrandi hættu.
  • Svíþjóð: Skilgreint sem hjól upp að 20 km/klst. Hjálmskylda er á hjólum sem fara yfir 20 km/klst og ber að skrá þau og litið er á þau sem léttbifhjól. Fyrirhugað er að banna akstur á þeim á gangstéttum haustið 2022. [7]
  • Færeyjar: Hjólaleigan Hopp hefur reynt að hefja starfsemi í Þórshöfn en lögreglan hefur stöðvað hana. [8]
  • Pólland: Ekki má hjóla á gang- og hjólastígum. Skilgreint sem léttbifhjól.
  • Spánn: Löggjafinn vinnur að því að banna hjólin á gangstéttum og takmarka hraða í 25 km/klst.
  • Bandaríkin: Víða má ekki vera á götu á rafhlaupahjólum en í lagi á gangstéttum. 16 ára aldurstakmark er í Kaliforníu.
  • Singapúr: Eigendum hjóla er gert að skrá það. Má hjóla á gangstétt og hjólastígum en ekki götu.

Helstu gerðir[breyta | breyta frumkóða]

  • Dott
  • Unagi Scooters
  • Lime
  • Razor
  • Segway Inc. / Ninebot
  • Xiaomi
  • Zero
  • X7

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fyrsta raf­hlaupa­hjóla­leigan opnuð á Ís­landi Fréttablaðið, skoðað 16. ágúst 2020
  2. Hljóðlát bylting í ReykjavíkVísir, skoðað 15. sept. 2020
  3. Fyrsta banaslysið á rafskútu RÚV, sótt 10/11 2021.
  4. Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020 Læknablaðið, sótt 28/7 2022
  5. Um 90% parísaríbúa vilja banna rafhlaupahjól til leigu Vísir, sótt 3/4 2023
  6. Þrengja verulega að útgerð rafskúta í Osló Vísir. Sótt 12/7 2021
  7. ‘Playtime’s over’: Sweden to introduce new law on e-scooters TheLocal.se, sótt 28/7 2022
  8. Rafhlaupahjól fjarlægð af götum Þórshafnar Rúv, sótt 23/4 2022