Rafhlaupahjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stokkhólmi.

Rafhlaupahjól eða rafmagnshlaupahjól (stundum nefnd rafskúta og rafskutla) eru fararskjóti sem ganga fyrir rafmótor eða rafhlöðu. Þau eru hönnuð með bretti þar sem fólk stendur á og eru dekkin ýmist hörð eða með loftslöngu.

Samanbrjótanleg rafhlaupahjól með liþíum batteríum urðu fáanleg frá 2013-2014 og hafa aukist í vinsældum síðustu ár. Sprottið hafa upp leigur víða um heim þar sem fólk nýtir smáforrit (app) til að ræsa hjólin.

Hámarkshraði er um 30 km/kls. Reglur og aldurstakmörk eru breytileg eftir löndum.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Rafhlaupahjól eru skilgreind sem reiðhjól. Þó má ekki aka á akbraut annars gildir sama um þau og reiðhjól; hjálmskylda fram að 16 ára, tillitsemi við gangandi vegfarendur. Ekki má vera með farþega á hjólinu. Rafhlaupahjólaleigur hafa sett aldurstakmark, 18 ár. Fyrsta rafhlaupahjólaleigan, Hopp, var opnuð í september 2019. [1] Með tilkomu Wind Mobility hjólaleigunnar bættust 600 hjól í Reykjavík og í september 2020 voru því um 1.100 rafhlaupahjól í borginni. Hjólaleigurnar eru 4: Hopp, Wind, Kikk og Zolo [2]

Um heiminn[breyta | breyta frumkóða]

 • Í Belgíu er aldurstakmark 15 ára og má vera á vegum þar sem hraðamörk eru 25 km/klst. Hlífðarbúnaður er ekki skylda.
 • Frakkland: Aðeins má hjóla á gangstéttum ef hraðinn er undir 6 km/klst. Annars skulu hjólaakreinar notaðar.
 • Þýskaland: Rafhlaupahjól sem takmörkuð eru við 12 km/klst má nota frá 12 ára aldri og á gangstéttum. Þau sem ná 20 km/klst hafa 14 ára aldurstakmark og eru bundnar við hjólastíga.
 • Írland: Allir sem eru á rahlaupahjólum þurfa að borga tryggingu, vegaskatt og vera með ökuskírteini.
 • Holland: Hjólin eru ólögleg eftir dauðaslys árið 2018 á rafvagni.
 • Nýja-Sjáland: Löglegt er að hjóla á gangstéttum, vegum og aðskildum hjólastígum (en ekki hjólastíg meðfram vegi)
 • Noregur: Skilgreind sem hjól og má hjóla á gangstéttum, vegum, hjólastígum hvort sem er aðskildum eða meðfram vegum. Hámarkshraði er 20 km/klst. Hvorki aldurstakmark né hjálmskylda.
 • Svíþjóð: Skilgreint sem hjól upp að 20 km/klst. Hjálmskylda er á hjólum sem fara yfir 20 km/klst og ber að skrá þau og litið er á þau sem léttbifhjól.
 • Pólland: Ekki má hjóla á gang- og hjólastígum. Skilgreint sem léttbifhjól.
 • Spánn: Löggjafinn vinnur að því að banna hjólin á gangstéttum og takmarka hraða í 25 km/klst.
 • Bandaríkin: Víða má ekki vera á götu á rafhlaupahjólum en í lagi á gangstéttum. 16 ára aldurstakmark er í Kaliforníu.
 • Singapúr: Eigendum hjóla er gert að skrá það. Má hjóla á gangstétt og hjólastígum en ekki götu.

Helstu gerðir[breyta | breyta frumkóða]

 • Dott
 • Unagi Scooters
 • Lime
 • Razor
 • Segway Inc. / Ninebot
 • Xiaomi
 • Zero
 • X7

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Fyrsta raf­hlaupa­hjóla­leigan opnuð á Ís­landi Fréttablaðið, skoðað 16. ágúst 2020
 2. Hljóðlát bylting í ReykjavíkVísir, skoðað 15. sept. 2020