Raðstaða (stjörnufræði)

Í stjörnufræði er raðstaða eða okstaða skilgreind sem (yfirleitt) bein lína þriggja eða fleiri himinhnatta[2].
Enska heiti hugtakið syzygy er dregið úr Forngríska orðinu σύζυγος suzugos, sem þýðir "tengt saman með oki" (e. yoked together).
Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]
Hugtakið vísar oft til sólarinnar, jarðarinnar, og þriðja hluts—annaðhvort tunglsins eða plánetu—sem er í samstöðu eða gagnstöðu við sólina og jörðu. Dæmi um raðstöður eru sólmyrkvar, tunglmyrkvar, þvergöngur og stjörnumyrkvar. Hugtakið vísar oft sérstaklega til þess þegar sólin og tunglið eru í samstöðu (nýtt tungl) eða gagnstöðu (fullt tungl).[4]
Þann 3. júní 2014 tókst jeppaflygildinu Forvitni að ljósmynda þvergöngu Merkúr fyrir Sólu, sem markaði fyrsta skipti sem þverganga plánetu hefur sést utan jarðar.