Ra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rꜥ)
Höggmynd af Ra sitjandi með sólkringlu á höfði og strútsfjöður í hendi frá þriðja millitímabilinu.

Ra (fornegypska Rꜥ Re) var sólguð í fornegypskri goðafræði. Hann réð yfir himninum, jörðinni og undirheimum. Ra var guð hádegissólarinnar og varð höfuðguð trúarbragðanna á tímum fjórðu konungsættarinnar. Hann var einkum dýrkaður í Helíópólis. Litið var á faraóa sem syni Ra og holdgervingu hans á jörðu niðri. Ra rann snemma saman við guðinn Hórus og var dýrkaður sem Re-Horakty („Ra, sem er Hórus tveggja sjóndeildarhringa“). Hann er sýndur sem maður með fálkahöfuð og sólskífu á höfði sem slanga hringar sig um. Á tímum Miðríkisins var Ra í auknum mæli sameinaður öðrum höfuðguðum eins og Amún og Ósíris og tók yfir hlutverk þeirra. Á tímum Nýja ríkisins, þegar dýrkun guðsins Amún jókst, var hann sameinaður honum og dýrkaður sem Amún-Ra.

Þegar kristni reis til áhrifa innan Rómaveldis lagðist átrúnaður á Ra af meðal Egypta.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.