Fara í innihald

Rýriskipting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rýriskipting (eða rýrnunarskipting) (fræðiheiti: meiosa) er hugtak haft um frumuskiptingu þar sem dótturfruman hefur helmingi færri litninga (einlitna) en móðurfruman (tvílitna).

Hjá öllum lífverum sem hafa kynæxlun er litningamengið til skiptis helmingað og tvöfaldað. Rýriskipting er einmitt sú frumuskipting sem helmingar litningamengið. Hún felur í sér tvö stig. Hún hefst með því að móðurfruman tvöfaldar litningafjölda sinn. Á eftir fylgja tvær frumuskiptingar. Úr einni móðurfrumu myndast því fjórar dótturfrumur og hefur hver um sig hálft litningamengi móðurfrumunnar. Oftast er móðurfruman tvílitna og þá eru dótturfrumurnar einlitna. Hjá dýrum verða þessar einlitna frumur strax að kynfrumunum. Hjá plöntum fara þessi tvö ferli ekki saman í tíma - fyrst verða rýriskiptingarnar en samruninn ekki fyrr en seinna. Þetta er ástæðan fyrir því að einlitna og tvílitna skeið skiptast á í lífsferli plantna. Frumurnar sem myndast við rýriskiptingu hjá plöntum kallast gró. Þau taka að vaxa og mynda einlitna lífveru, kynliðinn. Seinna verða svo einhverjar frumur í kynliðnum að eggfrumum og sæðisfrumum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.