Fara í innihald

Rögnvaldur D. Ingþórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rögnvaldur Daði Ingþórsson (fæddur 1968) er íslenskur heimspekingur og lektor í sænskumælandi heimspeki við Háskólann í Helsinki[1] i Finnlandi.

Rögnvaldur keppti í skíðagöngu fyrir íslands hönd á vetrarólympíuleikunum í Albertville 1992 og í Lillehammer 1994.

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Rögnvaldur lauk B.A. prófi í heimsspeki 1995, og síðar Ph.D. gráðu 2002 frá Umeå University, Svíþjóð.

Að námi loknu vann Rögnvaldur um stund við kennslu í heimsspeki bæði við Háskólann í Umeå sem og í framhaldsskóla í sömu borg. Árið 2004 áskotnaðist honum styrkur frá The Swedish Foundation for International Cooperation in Research and Higher Education til þess að stunda rannsóknir við Durham University, Englandi, í boði Prófessors Jonathan Lowe.

Rögnvaldur snéri að ári aftur til Umeå og vann um tíma sem lektor i aðferðarfræðum við matar og næringarfræðideild háskólans í Umeå, eða þangað til honum var boðið staða postdoktors í verkefninu "The New Ontology of the Mental Causation Debate" við háskólann í Durham. Það verkefni varaði í 2 ár. Frá því 1 janúar 2012 hefur Rögnvaldur verið í stöðu sérfræðings við háskólann í Lundi, og hefur þar hlotnast tvo stóra styrki. Í fyrsta lagi frá sænska Vísindaráðinu fyrir verkefnið "McTaggart´s Paradox", og síðar frá The Swedish Foundation for Humanities and Social Sciences fyrir verkefnið "Scientific Essentialism: Modernising the Aristotelian Account". Rögnvaldur var ráðinn í stöðu lektors við háskólann í Helsinki frá og með 2021.

Rögnvaldur einbeitir sér aðallega að verufræði og hefur birt greinar og bækur um tímann, orsakalögmálið, sannleika, og eiginleika. Meðal fremstu verka Rögnvaldar má nefna bókina McTaggart´s Paradox sem gefin var út 2016 í ritröðinni Routledge Studies in Contemporary Philosophy, og A Powerful Particulars View of Causation sem kom út 2021 i ritröðinni Routledge Studies in Metaphysics. Aðgengi að rafrænu útgáfunni er opin og hægt að nálgast á heimasíðu Taylor & Francis eða í gegnum Kindle

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Persónuleg vefsíða Rögnvaldar: rdingthorsson.wordpress.com


Academia vefsíða Rögnvaldar: helsinki.academia.edu/RognvaldurIngthorsson

  1. Háskólann í Helsinki