Fara í innihald

Rödd að handan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rödd að handan (enska: Don't Look Now; ítalska: A Venezia... un dicembre rosso shocking) er leikin kvikmynd eftir Nicolas Roeg frá 1973. Myndin er byggð á smásögu eftir Daphne du Maurier frá 1971. Julie Christie og Donald Sutherland fara með hlutverk hjónanna Lauru og John Baxter sem hafa nýlega misst dóttur sína í slysi. John tekur að sér að gera upp kirkju í Feneyjum, þar sem meintur miðill segir þeim að dóttir þeirra sé að reyna að vara þau við hættu. Í fyrstu hafnar John þessu, en tekur svo sjálfur að upplifa sýnir.

Myndin fjallar um sorg yfir barnsmissi og áhrif hennar á samband hjónanna. Myndin vakti athygli fyrir nýstárlegar klippingar (undir áhrifum frá myndum Alfred Hitchcock[1]) og notkun hljóðrænna og myndrænna stefa, þar sem til dæmis vatn og rauður litur koma endurtekið fyrir. Kynlífsatriði þar sem John veitir Lauru munnmök, vakti mikið umtal. Myndin notast við myndrænar hliðstæður til að gera hversdagslega hluti að fyrirboðum atburða.

Rödd að handan er talin með klassískum breskum hryllingsmyndum.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „At Home: Masterpiece #36 – Don't Look Now“. Empire (207): 160–161. september 2006.
  2. Sanderson, Mark (1996). Don't Look Now. BFI Modern Classics. London: British Film Institute. ISBN 0-85170-572-3.