Fara í innihald

Ríkisþing (Bandaríkin)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ríkisþing (stundum kallað fylkisþing) er löggjafarþing á ríkjastigi í Bandaríkjunum. Ríkisþing hefur löggjafarvald í málefnum ríkisins sem það er í en má ekki setja lög sem stangast á við alríkislög eða stjórnarskrá Bandaríkjanna. Algengast er að ríkisþing séu tvær þingdeildir en örfá ríkisþing eru með eina deild. Algengt er að stjórnmálamenn byrji sem ríkisþingmenn áður en þeir gerast ríkisstjórar eða þingmenn á Bandaríkjaþingi. Má nefna að Barack Obama sat á ríkisþingi Illinois í nokkur ár áður en hann var kjörinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings og síðar kjörinn forseti Bandaríkjanna.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „State Legislature Websites“. www.congress.gov. Sótt 27 maí 2025.