Ræktuð perla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjöldi ræktaðra perla í kræklingi

Ræktuð perla er perla sem ræktuð er við stýrðar aðstæður. Náttúruleg perla myndast þegar innri vefur samloku verður fyrir skemmdum, til dæmis af völdum aníkils eða þegar skel samlokunnar skemmist af einhverjum ástæðum. Sem viðbrögð við þessu seytir samlokan perlumóður inn í blöðru sem myndast þegar sárið grær. Blaðra þessi samanstendur af kalsíumkarbónati og trefjóttu próteini sem heitir konkíólín (e. conchiolin). Lög af perlumóður safnast saman í blöðrunni og með tíma verður hún perla. Það mun ekki rétt að perlur myndist í kringum sandkorn, því perlumóðir tollar illa við ólífræn efni.

Ræktaðar perlur eru búnar til með því að græða í dýrið gjafavef úr annarri samloku. Þá myndast blaðran í kringum þennan vef og fyllist með perlumóður.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.