Fara í innihald

Ráðhúsið í Ulm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ráðhúsið í Ulm var reist 1370 sem verslunarhús. 1419 var húsinu hins vegar breytt í ráðhús. Ári seinna voru gluggaskreytingarnar settar upp, ásamt styttunum. Þær eiga að sýna kjörfustana, Sigismund keisara og Karlamagnús. Stjörnuúrið var sett upp 1520. 1539 fékk framhliðin nýja ásýnd í endurreisnarstíl og málaðar voru freskur. 1898-1905 var reist ný álma við húsið og skreytt að innan í gömlum þýskum stíl. 1944 stórskemmdist húsið í loftárásum bandamanna. Eftir stríð var húsið gert upp. Það er enn notað sem ráðhús.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.