Queens
Útlit
(Endurbeint frá Queens-sýsla, New York)
Queens er hluti af New York borg í Bandaríkjunum.
Queens er stærsti hluti borgarinnar (þó ekki sá fjölmennasti). Hann er staðsettur á vesturhluta Long Island. Einnig tilheyra Queens nokkrar litlar eyjar, flestar í suðri á Jamaíkaflóa. Íbúar Queens eru rúmlega 2,4 milljónir (2017) og býr þar fólk af mörgum þjóðernum.
Tveir af fjölförnustu flugvöllum heims, John. F. Kennedy International Airport og La Guardia Airport, eru í Queens, annar syðst og hinn nyrst. Efnahagur borgarhlutans byggist að mestu á ferðamennsku, iðnaði og viðskiptum.