Fara í innihald

Qin-veldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útbreiðsla Qin-veldisins.

Qin-veldið eða Tjinveldið (kínverska: 秦 /tʃɪn/) var fyrsta keisaraveldi Kína. Það dregur nafn sitt af ríkinu Qin sem heyrði undir Zhou-veldið. Árið 230 f.o.t. hóf Qin röð landvinninga og sameinaði allt Kína undir einni stjórn um tíu árum síðar. Konungur Qin, Ying Zheng, lýsti sig þá fyrsta keisara Kína og tók ríkisnafnið Qin Shi Huang. Með því lauk öld hinna stríðandi ríkja í sögu Kína. Ríkið leystist upp nokkrum árum eftir andlát Qin Shi Huang. Qin-veldið er því skammlífasta keisaraveldið í sögu Kína. Það stóð aðeins í 14 ár, frá 221 f.o.t. til 206 f.o.t. Hanveldið sem tók við árið 204 f.o.t. og stóð til ársins 220, hélt uppi sams konar stjórnsýslu og herskipulagi og Qin-veldið.[1]

Qin-veldið er líka þekkt fyrir að hafa byrjað að reisa Kínamúrinn og fyrir grafhýsi Qin Shi Huang með leirhernum.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Sanft, Charles (2014) [2013]. Communication and Cooperation in Early Imperial China: Publicizing the Qin Dynasty. Albany: State University of New York Press. ISBN 978-1-4384-5037-7.
  2. Li, Feng (2013). Early China: A Social and Cultural History. New Approaches to Asian History. 12. bindi. Cambridge University Press. doi:10.1017/CBO9781139034395. ISBN 978-0-521-89552-1.