Prozac+

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Prozac+ er ítölsk pönkpopphljómsveit, skipuð Gian Maria Accusani (textar, gítar, trommur, söngur), Evu Poles (gítar, söngur) og Elisabettu Imelio (bassi) frá Pordenone. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og hefur starfað með hléum til dagsins í dag. Fyrsti smellur Prozac+ var „Pastiglie“ af fyrstu plötu þeirra 1996 en hljómsveitin sló fyrst í gegn með plötunni Acidoacida árið 1998. Árið 2000 reyndi hljómsveitin fyrir sér með útgáfu fyrir alþjóðlegan markað með enskri útgáfu af Acidoacida en náði ekki miklum árangri.

Tónlist hljómsveitarinnar er fremur létt og fjörugt rokk en textarnir fjalla yfirleitt um hluti á borð við þunglyndi, einangrun, vanlíðan, eiturlyf og meðvitundarleysi.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.