Pripps

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pripps-verksmiðjan í Gautaborg.

Pripps var sænskur drykkjaframleiðandi sem er nú aðeins til sem vörumerki í eigu Carlsberg Sverige. Brugghúsið var stofnað af Johan Albrecht Pripp í Gautaborg árið 1828. Fyrirtækið varð hlutafélag 1879. Árið 1928 sameinaðist það brugghúsinu J. W. Lyckholm & co. (stofnað 1880) og varð AB Pripp & Lyckholm. Næstu áratugi sameinaðist félagið ýmsum bruggverksmiðjum en hélt alltaf Pripps-nafninu. Á 6. áratugnum hóf Pripps framleiðslu á drykkjum frá The Coca-Cola Company. Á 7. áratugnum flutti það höfuðstöðvar sínar til Stokkhólms. Árið 1993 keypti Volvo fyrirtækið og 1995 var það sameinað Ringnes Bryggeri í eigu norska fyrirtækisins Orkla. Volvo seldi hlut sinn til Orkla árið 1997. Árið 2000 keypti danski drykkjaframleiðandinn Carlsberg fyrirtækið og stofnaði Carlsberg Sverige en hélt Pripps-nafninu sem vörumerki.

Þekktasti drykkur Pripps er lagerbjórinn Pripps Blå sem kom fyrst á markað 1959.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.