Prinsipatið

Prinsipatið var stjórnarfyrirkomulag Rómaveldis frá upphafi valda tíma Ágústusar (27 f.kr) til ársins 284 e.kr undir lok Kreppu þriðju aldarinnar (eða Keisarakreppan) sem var 49 ára langt tímabil innan Rómaveldis þar sem keisaradæmið féll næstum að sök samanlögðum þrýstingi endurtekinna innrása erlendis frá, borgarastyrjalda og efnahagslegrar upplausnar. Þá tók við stjórnarfyrirkomulagið sem kallast Yfirráðin (Dominate). Helsta einkennismerkið Prinsipatisins var stakur keisari (Princeps) og tilraun af hálfu fyrstu keisaranna til að varðveita tálsýnina um formlega framhald Rómaveldisins.
Orðasifjafræði
[breyta | breyta frumkóða]Orðið "Prinsipatið" (Ηγεμονία og principātus á Grísku og Latínu) kemur frá latneska orðinu Princeps sem þýðir höfðingi eða fyrsti, þar af leiðandi táknar stjórnmálakerfið sem slíkur leiðtogi ræður yfir, hvort sem hann er formlega þjóðhöfðingi eða ríkisstjórnarleiðtogi eða ekki. Þetta endurspeglar fullyrðingu keisaranna um að þeir væru einungis „fremstir meðal jafningja“ meðal borgara Rómar.
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Fullur starfstitill princeps senatus / princeps civitatis (eða "fyrstur meðal öldungadeildarþingmanna / fyrstur meðal borgaranna") var fyrst tekinn upp af Ágústus, fyrsta keisara Rómaveldis sem kusu einnig að ekki halda áfram með lagalegt konungsveldi í Rómarveldi árið 27 f.kr.