Fara í innihald

Prestbakkakirkja (Ströndum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prestbakkakirkjugarður, horft til suður eftir garðinum
Krossinn er smíðaður af Einari Haraldi Esrasyni
Kross framan á altari

Prestbakkakirkja í Hrútafirði stendur á kirkjustaðnum Prestbakka í vestanverðum firðinum, í fyrrum Bæjarhreppi. Prestbakkakirkja var byggð á árunum 1954-1957, en hún var vígð af hr. Ásmundi Guðmundssyni biskup 27. maí 1957.

Á Prestbakka hafa staðið kirkjur allt frá 11. öld, en á tímum rómversk-kaþólska siðarins voru kirkjurnar helgaðar Maríu guðsmóður. Árið 1711 var sett á fót prestsetur á Prestbakka, en það jók kirkjustarf, veg og virðingu Prestbakkakirkju til muna.[1][2]

  1. „Prestbakkakirkja, Strandir - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 17. mars 2025.
  2. „Heima er bezt - 3. tölublað (01.03.2008) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 17. mars 2025.