Fara í innihald

Prabowo Subianto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prabowo Subianto
Prabowo Subianto árið 2024.
Forseti Indónesíu
Núverandi
Tók við embætti
20. október 2024
VaraforsetiGibran Rakabuming Raka
ForveriJoko Widodo
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. október 1951 (1951-10-17) (73 ára)
Djakarta, Indónesíu
StjórnmálaflokkurGerindra
MakiSiti Hediati Hariyadi (g. 8. maí 1983; sk. maí 1998)
BörnDidit Hediprasetyo
HáskóliHerskóli Indónesíu
Undirskrift

Prabowo Subianto Djojohadikusumo (f. 17. október 1951) er indónesískur stjórnmálamaður, viðskiptamaður og fyrrum hershöfðingi í Indónesíuher sem hefur verið forseti Indónesíu frá árinu 2024. Hann var áður varnarmálaráðherra landsins í ríkisstjórn Joko Widodo forseta frá 2019 til 2024. Prabowo er þriðji hermaðurinn til að sitja á forsetastól í Indónesíu, á eftir Suharto og Susilo Bambang Yudhoyono. Hann er jafnframt elsti maður til að taka við embætti forseta í sögu landsins.

Prabowo Subianto útskrifaðist frá Herskóla Indónesíu árið 1970 og gegndi aðallega þjónustu í sérsveitum hersins (Kopassus) þar til hann var útnefndur í forystu varaliðssveitanna (Kostrad) árið 1998. Síðar sama ár var honum sagt upp og honum bannað að koma til Bandaríkjanna vegna ásakana á hendur honum um mannréttindabrot.[1][2][3][4][5]

Árið 2008 stofnuðu Prabowo og félagar hans Gerindra-flokkinn. Í forsetakosningunum 2009 bauð Prabowo sig fram til varaforseta í forsetaframboði Megawati Sukarnoputri en náði ekki kjöri.[6] Hann bauð sig fram til forseta árið 2014[7] en tapaði fyrir Joko Widodo, ríkisstjóra Djakarta. Hann reyndi í fyrstu að fá kosninganiðurstöðunum hnekkt.[8] Hann bauð sig aftur fram án árangurs gegn Joko Widodo árið 2019, með Sandiaga Uno sem varaforsetaefni og með stuðningi Gerindra, Velmegunar- og réttlætisflokksins (PKS), Þjóðarumboðsflokksins (PAN), Lýðræðisflokksins (Demokrat) og Berkarya-flokksins.[9][10] Þegar Prabowo neitaði að viðurkenna ósigur hleyptu stuðningsmenn hans af stað mótmælum og banvænum uppþotum í Djakarta.[11] Sættir tókust á endanum með Prawobo og Joko Widodo og Prawobo varð varnarmálaráðherra í stjórninni frá 2019 til 2024.[12]

Þann 10. október 2021 tilkynnti Gerindra-flokkurinn að Prabowo yrði frambjóðandi þeirra í forsetakosningum ársins 2024.[13] Prawobo tilkynnti að hann þæði tilnefningu flokksins 12. ágúst 2022.[14] Prabowo lýsti yfir sigri í forsetakosningunum 14. febrúar 2024 þegar útgönguspár spáðu honum sigri í fyrstu umferð.[15] Þann 20. mars staðfesti kjörstjórn niðurstöðurnar og lýsti Prabowo réttkjörinn forseta Indónesíu.[16] Stjórnlagadómstóll Indónesíu staðfesti niðurstöðuna þann 22. apríl 2024.[17][18][19] Prabowo sór embættiseið sem 8. forseti Indónesíu þann 20. október 2024.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ratcliffe, Rebecca; Hariandja, Richaldo (14 febrúar 2024). „Indonesia election: minister dogged by rights abuse claims 'takes early lead'. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Afrit af uppruna á 14 febrúar 2024. Sótt 14 febrúar 2024.
  2. Slater, Dan (2024). „Indonesia's High-Stakes Handover“. Journal of Democracy. 35 (2): 40–51. doi:10.1353/jod.2024.a922832. ISSN 1086-3214.
  3. „Prabowo Looks to Win Indonesia Presidency: What to Know“. Time (enska). 14 febrúar 2024. Afrit af uppruna á 14 febrúar 2024. Sótt 14 febrúar 2024.
  4. Paddock, Richard C. (14 október 2020). „Indonesian Defense Chief, Accused of Rights Abuses, Will Visit Pentagon“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Afrit af uppruna á 22 október 2020. Sótt 14 febrúar 2024.
  5. „KPU Resmi Tetapkan Prabowo-Gibran Menang Pilpres 2024“. nasional (indónesíska). Afrit af uppruna á 20. mars 2024. Sótt 21. mars 2024.
  6. „PDI-P hails Prabowo as Megawati's running mate“. The Jakarta Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 janúar 2012.
  7. „Prabowo Runs for President“. KOMPAS. 22 nóvember 2011. Afrit af uppruna á 25 nóvember 2011. Sótt 23 nóvember 2011.
  8. „Jakarta governor Widodo wins Indonesian presidential election“. Indonesia News.Net. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 október 2014. Sótt 23 júlí 2014.
  9. „Dihadiri AHY, Prabowo-Sandiaga Uno resmi mendaftar di KPU“. BBC News Indonesia (indónesíska). 10 ágúst 2018. Afrit af uppruna á 26 ágúst 2018. Sótt 26 ágúst 2018.
  10. Ghaliya, Ghina (21 maí 2019). „KPU names Jokowi winner of election“. The Jakarta Post. Afrit af uppruna á 21 maí 2019. Sótt 23 maí 2019.
  11. Barker, Anne (22 maí 2019). „Prabowo Subianto's loss in Indonesia's election sparks deadly protests in Jakarta“. ABC News. Afrit af uppruna á 25 maí 2019. Sótt 23 maí 2019.
  12. „Prabowo jadi menteri pertahanan, pengamat militer: Pandangannya 'berbahaya'. BBC News Indonesia (indónesíska). Afrit af uppruna á 8. desember 2023. Sótt 8. desember 2023.
  13. „Sekjen Gerindra: Insyaallah Prabowo Maju Pilpres 2024“. detiknews (indónesíska). 10 október 2021. Afrit af uppruna á 10 október 2021. Sótt 10 október 2021.
  14. Teresia, Ananda; Lamb, Kate; Suroyo, Gayatri (12 ágúst 2022). Kapoor, Kanupriya (ritstjóri). „Indonesia defence minister Prabowo accepts party's nomination to run for president“. Reuters. Afrit af uppruna á 7 október 2022. Sótt 13 ágúst 2022.
  15. „Indonesia election 2024: Prabowo Subianto hails 'victory for all Indonesians' as early counts show him in lead with 58%“. South China Morning Post. 15 febrúar 2024. Afrit af uppruna á 15 febrúar 2024. Sótt 16 febrúar 2024.
  16. „Pemilu 2024: KPU umumkan Prabowo-Gibran raih suara terbanyak, bagaimana nasib dugaan kecurangan?“. BBC News Indonesia (indónesíska). 19. mars 2024. Afrit af uppruna á 20. mars 2024. Sótt 20. mars 2024.
  17. Rahmawati, Dwi; Sari, Brigitta Belia Permata; Muliawati, Anggi. „MK Tolak Gugatan Sengketa Pilpres 2024 dari Anies-Cak Imin!“. detiknews (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.
  18. Sari, Brigitta Belia Permata; Rahmawati, Dwi; Muliawati, Anggi. „MK Juga Tolak Gugatan Hasil Pilpres 2024 dari Ganjar-Mahfud!“. detiknews (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.
  19. Rosseno Aji; Emir Yanwardhana. „MK Tolak Gugatan Anies-Ganjar, Kapan Prabowo Ditetapkan Jadi Presiden?“. CNBC Indonesia (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.


Fyrirrennari:
Joko Widodo
Forseti Indónesíu
(20. október 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.