Prabowo Subianto
Prabowo Subianto | |
---|---|
![]() Prabowo Subianto árið 2024. | |
Forseti Indónesíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 20. október 2024 | |
Varaforseti | Gibran Rakabuming Raka |
Forveri | Joko Widodo |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 17. október 1951 Djakarta, Indónesíu |
Stjórnmálaflokkur | Gerindra |
Maki | Siti Hediati Hariyadi (g. 8. maí 1983; sk. maí 1998) |
Börn | Didit Hediprasetyo |
Háskóli | Herskóli Indónesíu |
Undirskrift | ![]() |
Prabowo Subianto Djojohadikusumo (f. 17. október 1951) er indónesískur stjórnmálamaður, viðskiptamaður og fyrrum hershöfðingi í Indónesíuher sem hefur verið forseti Indónesíu frá árinu 2024. Hann var áður varnarmálaráðherra landsins í ríkisstjórn Joko Widodo forseta frá 2019 til 2024. Prabowo er þriðji hermaðurinn til að sitja á forsetastól í Indónesíu, á eftir Suharto og Susilo Bambang Yudhoyono. Hann er jafnframt elsti maður til að taka við embætti forseta í sögu landsins.
Prabowo Subianto útskrifaðist frá Herskóla Indónesíu árið 1970 og gegndi aðallega þjónustu í sérsveitum hersins (Kopassus) þar til hann var útnefndur í forystu varaliðssveitanna (Kostrad) árið 1998. Síðar sama ár var honum sagt upp og honum bannað að koma til Bandaríkjanna vegna ásakana á hendur honum um mannréttindabrot.[1][2][3][4][5]
Árið 2008 stofnuðu Prabowo og félagar hans Gerindra-flokkinn. Í forsetakosningunum 2009 bauð Prabowo sig fram til varaforseta í forsetaframboði Megawati Sukarnoputri en náði ekki kjöri.[6] Hann bauð sig fram til forseta árið 2014[7] en tapaði fyrir Joko Widodo, ríkisstjóra Djakarta. Hann reyndi í fyrstu að fá kosninganiðurstöðunum hnekkt.[8] Hann bauð sig aftur fram án árangurs gegn Joko Widodo árið 2019, með Sandiaga Uno sem varaforsetaefni og með stuðningi Gerindra, Velmegunar- og réttlætisflokksins (PKS), Þjóðarumboðsflokksins (PAN), Lýðræðisflokksins (Demokrat) og Berkarya-flokksins.[9][10] Þegar Prabowo neitaði að viðurkenna ósigur hleyptu stuðningsmenn hans af stað mótmælum og banvænum uppþotum í Djakarta.[11] Sættir tókust á endanum með Prawobo og Joko Widodo og Prawobo varð varnarmálaráðherra í stjórninni frá 2019 til 2024.[12]
Þann 10. október 2021 tilkynnti Gerindra-flokkurinn að Prabowo yrði frambjóðandi þeirra í forsetakosningum ársins 2024.[13] Prawobo tilkynnti að hann þæði tilnefningu flokksins 12. ágúst 2022.[14] Prabowo lýsti yfir sigri í forsetakosningunum 14. febrúar 2024 þegar útgönguspár spáðu honum sigri í fyrstu umferð.[15] Þann 20. mars staðfesti kjörstjórn niðurstöðurnar og lýsti Prabowo réttkjörinn forseta Indónesíu.[16] Stjórnlagadómstóll Indónesíu staðfesti niðurstöðuna þann 22. apríl 2024.[17][18][19] Prabowo sór embættiseið sem 8. forseti Indónesíu þann 20. október 2024.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ratcliffe, Rebecca; Hariandja, Richaldo (14 febrúar 2024). „Indonesia election: minister dogged by rights abuse claims 'takes early lead'“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Afrit af uppruna á 14 febrúar 2024. Sótt 14 febrúar 2024.
- ↑ Slater, Dan (2024). „Indonesia's High-Stakes Handover“. Journal of Democracy. 35 (2): 40–51. doi:10.1353/jod.2024.a922832. ISSN 1086-3214.
- ↑ „Prabowo Looks to Win Indonesia Presidency: What to Know“. Time (enska). 14 febrúar 2024. Afrit af uppruna á 14 febrúar 2024. Sótt 14 febrúar 2024.
- ↑ Paddock, Richard C. (14 október 2020). „Indonesian Defense Chief, Accused of Rights Abuses, Will Visit Pentagon“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Afrit af uppruna á 22 október 2020. Sótt 14 febrúar 2024.
- ↑ „KPU Resmi Tetapkan Prabowo-Gibran Menang Pilpres 2024“. nasional (indónesíska). Afrit af uppruna á 20. mars 2024. Sótt 21. mars 2024.
- ↑ „PDI-P hails Prabowo as Megawati's running mate“. The Jakarta Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 janúar 2012.
- ↑ „Prabowo Runs for President“. KOMPAS. 22 nóvember 2011. Afrit af uppruna á 25 nóvember 2011. Sótt 23 nóvember 2011.
- ↑ „Jakarta governor Widodo wins Indonesian presidential election“. Indonesia News.Net. Afrit af upprunalegu geymt þann 20 október 2014. Sótt 23 júlí 2014.
- ↑ „Dihadiri AHY, Prabowo-Sandiaga Uno resmi mendaftar di KPU“. BBC News Indonesia (indónesíska). 10 ágúst 2018. Afrit af uppruna á 26 ágúst 2018. Sótt 26 ágúst 2018.
- ↑ Ghaliya, Ghina (21 maí 2019). „KPU names Jokowi winner of election“. The Jakarta Post. Afrit af uppruna á 21 maí 2019. Sótt 23 maí 2019.
- ↑ Barker, Anne (22 maí 2019). „Prabowo Subianto's loss in Indonesia's election sparks deadly protests in Jakarta“. ABC News. Afrit af uppruna á 25 maí 2019. Sótt 23 maí 2019.
- ↑ „Prabowo jadi menteri pertahanan, pengamat militer: Pandangannya 'berbahaya'“. BBC News Indonesia (indónesíska). Afrit af uppruna á 8. desember 2023. Sótt 8. desember 2023.
- ↑ „Sekjen Gerindra: Insyaallah Prabowo Maju Pilpres 2024“. detiknews (indónesíska). 10 október 2021. Afrit af uppruna á 10 október 2021. Sótt 10 október 2021.
- ↑ Teresia, Ananda; Lamb, Kate; Suroyo, Gayatri (12 ágúst 2022). Kapoor, Kanupriya (ritstjóri). „Indonesia defence minister Prabowo accepts party's nomination to run for president“. Reuters. Afrit af uppruna á 7 október 2022. Sótt 13 ágúst 2022.
- ↑ „Indonesia election 2024: Prabowo Subianto hails 'victory for all Indonesians' as early counts show him in lead with 58%“. South China Morning Post. 15 febrúar 2024. Afrit af uppruna á 15 febrúar 2024. Sótt 16 febrúar 2024.
- ↑ „Pemilu 2024: KPU umumkan Prabowo-Gibran raih suara terbanyak, bagaimana nasib dugaan kecurangan?“. BBC News Indonesia (indónesíska). 19. mars 2024. Afrit af uppruna á 20. mars 2024. Sótt 20. mars 2024.
- ↑ Rahmawati, Dwi; Sari, Brigitta Belia Permata; Muliawati, Anggi. „MK Tolak Gugatan Sengketa Pilpres 2024 dari Anies-Cak Imin!“. detiknews (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.
- ↑ Sari, Brigitta Belia Permata; Rahmawati, Dwi; Muliawati, Anggi. „MK Juga Tolak Gugatan Hasil Pilpres 2024 dari Ganjar-Mahfud!“. detiknews (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.
- ↑ Rosseno Aji; Emir Yanwardhana. „MK Tolak Gugatan Anies-Ganjar, Kapan Prabowo Ditetapkan Jadi Presiden?“. CNBC Indonesia (indónesíska). Sótt 22 apríl 2024.
Fyrirrennari: Joko Widodo |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
