Prótaktín
Praseódým | |||||||||||||||||||||||||
Þórín | Prótaktín | Úran | |||||||||||||||||||||||
|
Prótaktín er þéttur geislavirkur málmur með efnatáknið Pa. Prótaktín er silfurgrátt aktíníð sem binst auðveldlega við súrefni, vatnsgufu og ólífrænar sýrur. Það myndar ýmsar sameindir þar sem það kemur yfirleitt fyrir með oxunartöluna +5, en getur líka fengið oxunartöluna +4, og jafnvel +3 eða +2. Hlutur þess í jarðskorpunni er nokkrir trilljónarhlutar, en getur náð nokkrum milljónarhlutum í úraníti. Vegna þess hve prótaktín er sjaldgæft, geislavirkt og eitrað, er það hvergi notað nema í vísindarannsóknum. Helsta uppspretta prótaktíns er notað kjarnorkueldsneyti.
Þetta frumefni var uppgötvað af efnafræðingunum Kazimierz Fajans og Oswald Helmuth Göhring árið 1913. Þeir nefndu það brevium vegna þess hve skammlífar samsæturnar sem þeir fundu (234mPa) voru.[1] Veturinn 1917/18 uppgötvuðu Lise Meitner og Otto Hahn langlífari samsætu, 231Pa, og nefndu efnið protactinium.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fajans, K.; Morris, D. F. C. (1973). „Discovery and Naming of the Isotopes of Element 91“ (PDF). Nature. 244 (5412): 137–138. Bibcode:1973Natur.244..137F. doi:10.1038/244137a0. hdl:2027.42/62921.
- ↑ Meitner, Lise (1918). „Die Muttersubstanz des Actiniums, Ein Neues Radioaktives Element von Langer Lebensdauer“. Zeitschrift für Elektrochemie und angewandte physikalische Chemie. 24 (11–12): 169–173. doi:10.1002/bbpc.19180241107. ISSN 0372-8323.