Piparströndin
Útlit

Piparströndin og Kornströndin eru gömul heiti sem evrópskir kaupmenn gáfu ströndinni milli Mesurado-höfða og Palmas-höfða í Vestur-Afríku. Bæði heitin eru dregin af því að þaðan var flutt mikið út af paradísarkornum (Aframomum melegueta) sem voru vinsæl sem staðgengill fyrir svartan pipar í Evrópu.[1]
Í dag er Piparströndin hluti af strönd Líberíu. Stundum náði heitið yfir stærra svæði (eins og á kortinu til hliðar) og teygði sig inn í núverandi Síerra Leóne og Fílabeinsströndina.
Sams konar heiti á öðrum strandhéruðum Vestur-Afríku á tímum Atlantshafsverslunarinnar voru Gullströndin og Þrælaströndin, austan við Piparströndina.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Laurie's Sailing Directory for the Ethiopic or Southern Atlantic Ocean to the Rio de la Plata, Cape Horn, and the Cape of Good Hope etc., including the Islands between the two coasts (4th. útgáfa). 1855.