Pieter de Hooch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bakgarðurinn málað í Delft 1658.

Pieter de Hooch (20. desember 162924. mars 1684) var hollenskur listmálari. Hann fæddist í Rotterdam en lærði myndlist hjá Nicolaes Berchem í Haarlem. Hann flutti til Delft þar sem hann varð hluti af Delftskólanum eins og Johannes Vermeer og lærði meðal annars af Carel Fabritius og Nicolaes Maes. Líkt og þeir fékkst hann aðallega við myndir úr hversdagslífi, kráarsenur og myndir af hermönnum, en eftir að hann giftist Jannetje van der Burch árið 1654 tóku myndir hans fremur að snúast um heimilið og fjölskyldulífið.

Hann varð félagi í Lúkasargildi 1655 og flutti til Amsterdam 1661. Eftir 1670 urðu myndir hans dekkri og íburðarmeiri og sýndu hefðarfólk og hallir. Sumir telja að gæðum mynda hans hafi hrakað á þessum tíma vegna veikinda hans. Hann lést á geðveikrahæli við Kloveniersburgwal í Amsterdam.