Fara í innihald

Piet Heyn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eftirmynd af málverki eftir Jan Daemen Cool frá 1625.

Piet Heyn eða Piet Pieterszoon Hein (25. nóvember 157718. júní 1629) var hollenskur flotaforingi og kapari á vegum Hollenska lýðveldisins í Áttatíu ára stríðinu og Stríði Hollands og Portúgals.

Hann var sonur skipstjóra og fór ungur á sjó. Spánverjar handtóku hann þegar hann var um tvítugt og hann var galeiðuþræll í fjögur ár. Árið 1607 hóf hann störf fyrir Hollenska Austur-Indíafélagið og sigldi til Asíu. Árið 1623 varð hann varaaðmíráll fyrir Hollenska Vestur-Indíafélagið og stýrði árásum á portúgölsk skip og nýlendur. Árið 1628 náði hann sextán skipum úr Spænska fjársjóðsflotanum. Fjársjóðurinn sem þeir náðu greiddi fyrir uppihald hollenska hersins í átta mánuði og hluthafar í félaginu fengu 50% arð á hlutafé sitt það árið. Þegar hann sneri heim var honum fagnað sem hetju.

Eftir deilur við Vestur-Indíafélagið gerðist hann flotaforingi fyrir lýðveldið. Hann lést í sjóorrustu við Dúnkarka nærri Ostend.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.