Petter Northug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Verðlaunayfirlit
Petter Northug
Petter Northug
Keppti fyrir Noreg
Skíðaganga
Cross country skiing pictogram.svg Heimsmeistaramót
Gull2009 Liberec 30 km tvíkeppni
Gull2009 Liberec 4 x 10 km boðganga
Gull2009 Liberec 50 km frjáls aðferð
Gull2007 Sapporo 4 x 10 km boðganga

Petter Northug (fæddur 6. janúar 1986) er norskur skíðagöngugarpur. Hann er frá Mosvik í Norður-Þrændalögum. Northug er einn sigursælasti vetraríþróttamaður allra tíma en enginn karlkyns skíðagöngumaður hefur fleiri verðlaun frá heimsmeistaramótum

Northug varð Norgesmeistari í 30 km skíðagöngu í janúar 2006. Þar þurfti hann að glíma við Frode Estil á síðustu metrunum en hafði þann síðarnefnda rétt áður en farið var yfir marklínuna.

Hann var ekki valinn í ólympíulið Norðmanna fyrir Vetrarólympíuleikana 2006 en þess í stað hneppti hann fjögur gull á HM yngri keppenda í Slóveníu. Þar vann hann tvöföldu eltigönguna, sprettganginn og 10 km í klassískum stíl. Auk þess var hann í sigurliði Norðmanna í boðgöngu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]