Fara í innihald

Peter Melander

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Peter Melander greifi af Holzappel (17. maí 158517. maí 1648) var hershöfðingi yfir sameinuðum her keisara hins heilaga rómverska keisaradæmis og kaþólska bandalagsins frá árinu 1647 þar til hann lést af sárum sínum í Ágsborg eftir orrustu gegn herjum Frakka og Svía, undir stjórn Carls Gustavs Wrangel og Turenne, nálægt Zusmarshausen.

Melander var af kalvínistafjölskyldu frá Hessen og hóf feril sinn í þjónustu Hollands. Síðar varð hann herforingi yfir her Vilhjálms V af Hesse-Cassel og vann sigra á herjum kaþólska bandalagsins 1634. 1640 lét hann af stjórn hersins, gekk í þjónustu keisarans og varð herforingi 1642. Í júlí 1647 tók hann við yfirstjórn keisarahersins af Matthias Gallas og hélt til Bæheims. Eftir að bæverski herinn yfirgaf hann vegna deilna milli hans og Gronsfelds herforingja í her kaþólska bandalagsins, sneri hann aftur í átt til Dónár þar sem hann mætti fransk-sænska hernum í orrustu þar sem hann særðist til ólífis.