Pereatið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pereat (stundum með viðskeyttum greini; Pereatið) er heiti á atviki, s.k. afhrópi, sem átti sér stað í Reykjavík 17. janúar 1850.

Pereatið[breyta | breyta frumkóða]

Skólasveinar Lærða skólans gerðu hróp að rektor skólans, Sveinbirni Egilssyni, skáldi. Upphaflega var um að ræða deilur um bindindi í skólanum, en Sveinbjörn Egilsson vildi þvinga pilta til þess að vera í bindindisfélagi. Eftir skammaræðu sem Sveinbjörn Egilsson hélt yfir þeim í hátíðasalnum Lærða Skólans, ákvaðu þeir að stökkva vestur á Mela undir forystu Arnljóts Ólafssonar. Þaðan fóru þeir að húsi rektors við Austurstræti og síðan við flest hús í bænum og hrópuðu: Pereat, sem er latína og útleggst „niður með hann“. Þetta fannst Sveinbirni óásættanlegt og vildi láta reka þá, sem hann taldi sekasta, en stiftsyfirvöld vildu ekki leyfa honum það. Hann ákvað þá að sigla til Kaupmannahafnar og fékk skólayfirvöld þar til liðs við sig. Skólaárið var þá dæmt ógilt og engir brautskráðir um vorið árið 1850. Þessi atburður hafði mjög mikil áhrif á félagslífið í skólanum, enda var það drepið í dróma í hálfan annan áratug.

Einn forsprakki uppátækisins, Steingrímur Thorsteinsson, varð síðar rektor við Lærða skólann.

Um orðið Pereat[breyta | breyta frumkóða]

Pereat þýðir orðrétt: Farist (hann)! Það er viðtengingarháttur nútíðar af latneska sagnorðinu pĕrĕō. Þessi afhrópun er venjulega þýdd á íslensku sem Niður með hann. Enska sögnin perish á rætur sínar í þessu sama orði.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Heimir Þorleifsson (1973,75,77,83 og 86). Frá einveldi til Lýðveldis. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.