Fara í innihald

Penni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blár kúlupenni.

Penni (frá latínu pinna, fjöður) er skriffæri sem er notað til að láta blek á yfirborð, sem er yfirleitt pappír. Það eru margar tegundir penna til, svo sem kúlupenni, lindarpenni, áherslupenni og merkipenni. Í gamla daga, áður en nútímapennar voru fundnir upp, voru fjaðrir notaðar í stað penna.

Saga penna er gömul. Fornegyptar notuðu reyrstafi til að skrifa á papýrusblöð. Fyrsti lindarpenninn með blekíláti var fundinn upp á 10. öldinni, en nútímalindapenninn var fundin upp árið 1827 af frönskum námsmanni. Árið 1938 byrjaði Ungverjinn László Bíró að vinna að kúlupenna sem notar litla kúlu til að flytja blekið. Að lokum var merkipenni fundinn upp á sjöunda áratugnum í Japan.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.