Fara í innihald

Dílaskóf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Peltigera leucophlebia)
Dílaskóf
Díalskóf í Great Smoky Mountains í Bandaríkjunum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Peltigerales
Ætt: Engjaskófarætt (Peltigeraceae)
Ættkvísl: Engjaskófir (Peltigera)
Tegund:
Dílaskóf

Tvínefni
Peltigera leucophlebia
Nyl.

Dílaskóf (fræðiheiti: Peltigera leucophlebia) er flétta af engjaskófarætt, ættkvísl engjaskófa.[1] Hún er mjög algeng um allt land upp í 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Dílaskóf vex einkum yfir mosa í mólendi, kjarri, fjallshlíðum eða mögru graslendi.[2]

Þal dílaskófar er stórt, um 10-20 cm í þvermál með ávala sepa 2-4 cm í þvermál. Liturinn er fagurgrænn í vætu en grágrænn eða grábrúnn í þurrki. Efra borð þalsins en alsett dökkbláum eða svartleitum dílum sem standa aðeins upp úr þalinu. Í dílunum eru bláþörungar en í græna hluta þalsins eru grænþörungar.[3]

Dílaskóf hefur skýrt æðanet á neðra borði þalsins og greinist þannig frá flannaskóf.[2]

Dílaskóf er hýsill fyrir smásveppinn Pyrenidium actinellum á Íslandi.[4]

Dílaskóf var áður fyrr höfð í graut.[5]

Efnasambönd

[breyta | breyta frumkóða]

Dílaskóf framleiðir fléttuefnasamböndin gyrófórinsýru, tenuiorin, methylgyrófórat og triterpensambönd.[2]

  1. Flóra Íslands. Dílaskóf Skoðað þann 12. september 2016.
  2. 2,0 2,1 2,2 Fléttuhandbókin. Dílaskóf Sótt þann 12. september 2016.
  3. Náttúrufræðistofnun Íslands. Dílaskóf[óvirkur tengill] Sótt þann 12. september 2016.
  4. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  5. Hörður Kristinsson (1968). Fléttunytjar. Flóra: tímarit um íslenska grasafræði 6(1): 19-25
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.