Fara í innihald

Pee-wee's Big Adventure

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hið fræga hjól Pee Wee's sem var stolið.

Pee-wee's Big Adventure er kvikmynd leikstýrð af Tim Burton sem er frá 1985. Myndin er fyrsta kvikmynd Tims Burtons í fullri lengd og er fyrsta myndin í Pee-Wee myndaröðinni. En á eftir komu Big Top Pee-wee, Pee Wee's Big Holiday og sjónvarpsþættirnir Pee Wee's Playhouse. Tónlistin í myndinni er samin af Danny Elfman og er það byrjunin á löngu samstarfi Tims og Dannys. Aðalhlutverk í myndinna fara þau Paul Reubeans sem Pee-wee Herman, Elizabeth Daily sem Dottie, Mark Holton sem Francis Buxton og Diane Salinger sem Simone svo eitthvað sé nefnt. Höfundar handrits eru Paul Reubeans, Phil Hartman og Michael Varhol.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]
Einn tökustaður í myndinni.

Myndin fjallar um Pee Wee, 7 ára strák í fullorðins líkama sem lendir í því að hjólinu hans verður stolið. Pee Wee fer í ferð til að reyna að finna hjólið og lendir í ýmisskonar ævintýrum.