Pedra do Sal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pedro do Sal)
Jump to navigation Jump to search

Pedra do Sal er sögustaður og helgistaður í hverfinu Saúde í Rio de Janeiro. Þar var einu sinni þorp strokuþræla af afrískum uppruna en slík þorp eru kölluð quilombo. Pedra do Sal er sérstakur staður fyrir Ríóbúa af afrískum uppruna og aðdáendur samba og chora tónlistar. Það eru í miðja svæðis sem eitt sinn var kallað Litla-Afríka en þar voru margir skálar þar sem flóttaþrælar og þrælar sem höfðu fengið frelsi bjuggu. Í kringum 1608 byggðist svæðið þegar fólk frá Bahia fluttist til Saúde þar sem húsnæði var ódýrt og nálægt höfninni að sem vinnu var að fá. Fyrstu stóru skipalægi og vöruhús í Ríó voru byggð á þessum tíma og stígar og stræti náðu til Pedra da Prainha sem seinna nefndist Pedra do Sal og þar var stór þrælamarkaður. Svæðið varð síðar meir menningarmiðstöð fyrir þeldökka íbúa.

Ciata frænka[breyta | breyta frumkóða]

Einn þekktasti og áhrifamesti íbúi svæðisins var Hilária Batista de Almeida sem var kölluð Ciata frænka. Hún fæddist árið 1854. Hún bjó til sælgæti og seldi það á götunni Rua da Carioca. Hún átti 15 börn. Hún var upphafsmaður carioca hefðar í Bahia sem nefnt er quituteiras og hafði mikil áhrif á skipulag götuskemmtana á svæðinu, skemmtana sem voru undanfari karnivalsins. Haldnar eru reglulega samba da roda skemmtanir í Pedra do Sal.