Patsy Cline
Útlit

Patsy Cline (fædd Virginia Patterson Hensley; 8. september 1932 – 5. mars 1963) var bandarísk kántrísöngkona og ein af áhrifamestu söngkonum Bandaríkjanna á 20. öld. Hún var einn fyrsti kántrítónlistarmaðurinn sem náði vinsældum fyrir popptónlist.[1][2] Hún átti mörg lög sem lentu í efstu sætum vinsældarlista, þar á meðal „Walkin' after midnight“, „I fall to pieces“ og „Crazy“. Hún gaf út þrjár stúdíóplötur 1957, 1961 og 1962, áður en hún lést í flugslysi árið 1963. Tvær stúdíóplötur með upptökum hennar komu út árið eftir dauða hennar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ CBS News (February 18, 2009). "Remembering Patsy Cline" . Retrieved January 16, 2012.
- ↑ Browne, Ray; Browne, Pat (eds.) (2001). The Guide to United States Popular Culture. Popular Press. p. 180. ISBN 978-0-87972-821-2.