Fara í innihald

Pascal-þríhyrningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pascal-þríhyrningur[1] eða þríhyrningur Pascals[1] er í stærðfræði þríhyrningur af tölum sem raðað er upp eftir kerfi sem Blaise Pascal lýsti, sem nú er þekkt sem einkenni Pascals(en):

.

Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hægt er að raða niðurstöðunum upp á eftirfarandi hátt:


fyrstu 17 hæðirnar


Eiginleikar Pascal þríhyrningsins[breyta | breyta frumkóða]

Ellefu-veldið[breyta | breyta frumkóða]

Sjá má mjög fljótlega að fyrstu raðir Pascal-þríhyrningsins stafa út n-ta veldi af 11:

Reglan fellur þó ekki um sig á efri stigum, heldur verður hún bara ekki jafn ljós - , augljóslega, heldur . Þ.e., þar sem að tugir koma fyrir í gildum þríhyrningsins legst tugurinn við næsta sæti fyrir ofan, og einingin verður eftir.

Einkenni Vandermondes[breyta | breyta frumkóða]

Lát . Þá gildir:

.

Þessi regla er kennd við Alexandre-Théophile Vandermonde, sem uppgötvaði regluna á átjándu öld.

Tvíliðureglan[breyta | breyta frumkóða]

Tvíliðureglan notast við stuðla úr Pascal-þríhyrningnum. Til dæmis er , en stuðlarnir (í svigum) passa við 5. línu Pascal þríhyrningsins (fyrsta línan samsvarar ).

Fibbonacci runan[breyta | breyta frumkóða]

Fibonacciruna kemur fyrir í skálínum Pascal-þríhyrningsins:

Fibbonacci runan í Pascal þríhyrningnum.
Fibbonacci runan í Pascal þríhyrningnum.

Ef summaðar eru upp gráleitu tölurnar er summan stak í Fibbonacci rununni. Sama gildir um innrömmuðu tölurnar, og hvaða skálínu sem er.

Sönnun á einkenni Pascals[breyta | breyta frumkóða]

Ímyndum okkur að til sé mengi sem hefur stak. Lát vera stak í og lát . Sjáum að til eru hlutmengi í sem innihalda stök (Sjá: Samantektir). Hinsvegar inniheldur hlutmengi í með stökum ýmist , ásamt öðrum stökum úr , eða það inniheldur stök úr en ekki . Þar sem að það eru hlutmengi af staki úr , þá eru til hlutmengi með stökum úr sem innihalda . Auk þess eru hlutmengi af með stökum sem innhalda ekki , þar sem að það eru hlutmengi af með stökum. Þar af leiðir:

.
(Fléttufræðileg sönnun).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. mars 2016. Sótt 9. desember 2009.