Parísarsáttmálinn 1898

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Parísarsáttmálinn 1898 var friðarsamningur milli Spánar og Bandaríkjanna eftir sigur hinna síðarnefndu í stríði Spánar og Bandaríkjanna. Samningurinn var undirritaður í París 10. desember 1898. Í samningnum gaf Spánn eftir tilkall sitt til Kúbu og lét Bandaríkjunum eftir Púertó Ríkó, Gvam og Filippseyjar. Bandaríkin greiddu 20 milljón dala bætur fyrir Filippseyjar. Samningurinn tók gildi 11. apríl árið eftir.

Samningurinn gerði í raun út um Spænska heimsveldið og staðfesti um leið stöðu Bandaríkjanna sem stórveldis. Hann gerði Bandaríkjunum kleift að halda yfirráðum sínum á Kúbu og tafði sjálfstæði Filippseyja um hálfa öld. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá samningnum þar til Filippseyingar héldu áfram vopnaðri baráttu sinni fyrir sjálfstæði, gegn Bandaríkjunum í þetta sinn. Margir bandarískir stjórnmálamenn voru andsnúnir samningnum þar sem þeir töldu hann gera Bandaríkin að heimsveldi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.