Palmýra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftmynd.
Hringleikahús.
Palmýra
Kastali Fakhr-al-Din al-Maani.

Palmýra er forn borg í Homs héraði í Sýrlandi. Rústir hennar hafa verið raktar til nýsteinaldar. Ýmis heimsveldi réðu yfir borginni þar til Rómverjar tóku yfir á 1. öld eftir Krist. Borgin var þekkt verslunarborg í gegnum Silkiveginn. Arameíska var töluð þar. Borgin náði hátindi sínum á 3. öld e. Krist. Arabar náðu yfirráðum á 11. öld og Ottómanaveldið á 16. öld. Íslamska ríkið eyðilagði hluta borgarinnar árið 2015.