Fara í innihald

Aþena (gyðja)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pallas Aþena)
Stytta af Aþenu frá 1. eða 2. öld.

Aþena var í grískri goðafræði gyðja viskunar og hernaðarkænsku. Hún var dóttir Seifs og Metisar og var ein af Ólympsguðunum tólf. Fylgigoð hennar er Níke. Helstu einkenni hennar eru herklæði, skjöldur og ugla.

Aþena var grísk gyðja, dóttir Seifs og Metisar, og ein af Ólympsguðunum tólf. Hún var gyðja visku, herkænsku, vefnaðar og ýmiskonar handverks. Sagan segir að við komu hennar í heiminn hafi Seifur étið Metisu rétt áður en hún átti að fæða Aþenu. Fljótlega eftir það fær Seifur mikinn höfuðverk sem varð til þess að hinir guðirnir gerðu gat á hausinn á honum, þaðan stekkur Aþena út í fullum herklæðum með miklu herópi.

Aþena er verndari grísku borgarinnar Aþenu og hof hennar uppá Akrópólishæð. Hún þurfti að keppa við Póseidon um það hvort þeirra yrði verndari borgarinnar. Sá guð eða gyðja sem gæfi þeim betri gjöf yrði verndari borgarinnar. Póseidon bjó til saltvatnsuppsprettu en Aþena skapaði fyrsta ólífutréð og var valin verndari. Upp frá því urðu Póseidon og Aþena vinir. Engu að síður hjálpuðust þau nokkrum sinnum að. Þau bjuggu til að mynda til stríðsvagn saman. Aþena smíðaði vagninn en Póseidon bjó til hesta úr öldutoppum.

Uglan og ólífutréð eru kennitákn Aþenu, hún átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni. Aþena klæddist snákaskreyttri skikkju og skartaði vígalegum hjálmi. Vopn hennar voru spjót og skjöldur.

Óvinir Aþena voru t.d. köngulóin Arakna. Sagan segir að Arakna sem var ekki falleg kona hafi skorað á Aþenu í vefnaðarkeppni. Við þetta reiddist Aþena og breytti Aröknu í könguló. Arakna þessi mun síðan hafa gætt vefs örlaganornanna þriggja.

Nokkrar staðreyndir um Aþenu:

  • Á merki Háskóla Íslands er mynd af Aþenu.
  • Rómversk hliðstæða hennar er Mínerva.
  • Aþena var ein af fáum gyðjum sem sóru að giftast aldrei en hún var þó ástfangin af Ódysseifi og Perseifi. Sem dæmi um aðrar gyðjur sem sóru að giftast aldrei má nefna Artemisi.
  • Aþena breytti Medúsu í skrímsli þegar hún kom að henni og Póseidoni á stefnumóti í hofinu hennar í borginni Aþenu.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.