Púnjab (Indlandi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Púnjab

Púnjab er fylki á Norðvestur-Indlandi. Það er hluti af Púnjabhéraði sem nær yfir mun stærra svæði. Fylkið á landamæri að Himachal Pradesh og Jammú og Kasmír í norðri, Haryana í suðri og suðvestri, Rajasthan í suðvestri og pakistanska héraðinu Púnjab í vestri. Höfuðstaður fylkisins er borgin Chandigarh sem er sérstakt alríkishérað. Chandigarh er líka höfuðstaður fylkisins Haryana.

Íbúa Púnjab eru 27,7 milljónir. Meirihluti þeirra, eða 60%, eru síkar en hindúar eru 37%. Helgasti staður síka, gullna hofið Harmandir Sahib, er þar í borginni Amritsar. Opinbert tungumál héraðsins er púnjabíska.

Eftir skiptingu Indlands árið 1947 var Púnjabhéraði Breska Indlands skipt milli þess og Pakistan. Indverska hluta Púnjab var skipt árið 1966 þegar nýju fylkin Haryana og Himachal Pradesh voru búin til.

Púnjab þýðir land vatnanna fimm sem vísar í fimm þverár Indusfljóts.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.