Púðursykur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Misdökkur púðursykur.

Púðursykur er sykur sem unninn er úr sykurreyr og inniheldur dálítið af melassa. Melassi er aukaafurð sem fellur til við vinnslu strásykurs úr sykurreyr. Oftast er púðursykur gerður með því að blanda melassa og öðrum efnum eins og til dæmis karamellu út í hreinsaðan strásykur. Melassinn gefur sykrinum brúnan lit og raka, þar sem hann inniheldur dálítið af vatni. Ljós púðursykur inniheldur um 3,5% melassa en dökkur púðursykur yfir 6%.

Hrásykur eru sykurkristallar sem líka innihalda nokkuð af melassa og öðrum efnum sem gefa honum brúnan lit. Muscovado-sykur er sömuleiðis lítið hreinsaður brúnn hrásykur sem er með minni sykurkristalla en venjulegur strásykur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.