Fara í innihald

Pípuhattur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sposkur karl með pípuhatt.

Pípuhattar eru svartir hattar með háum, strokklaga kolli sem er flatur að ofan, þeir eru stundum fernisbornir til að gera þá gljáandi. Pípuhattar voru almennur á 19. og byrjun 20. aldar. Pípuhatturinn féll úr tísku þegar hraði samfélagsins jókst, og við það varð hann sparihattur og síðan aðeins borinn af sóturum og af syrgjendum við jarðarfarir. Grár pípuhattur er stundum notaður sem giftingarhattur. Pípuhattur var hér áður fyrr stundum kallaður stromphattur í hálfkæringi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.