Páll Matthíasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Páll Matthíasson (f. 1966) er íslenskur geðlæknir og var forstjóri Landspítalans frá 2013-2021.

Páll er fæddur 25. nóvember 1966 í Reykjavík.[1] Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986. Hann lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1994. Hann starfaði við Maudsley og Bethlem Royal sjúkrahúsin í Lundúnum, Bretlandi á árunum 1997–2003, lærði þar geðlækningar og vann þar síðan sem geðlæknir. Hann lauk sérfræðiprófi frá Royal College of Psychiatrists árið 1999 og doktorsprófi frá geðfræðastofnun Lundúnaháskóla árið 2006. Páll starfaði sem yfirlæknir hjá Oxleas NHS Trust 2003–2004 og sem yfirlæknir á Huntercombe Roehampton spítalanum í Lundúnum 2004–2007.

Hann var yfirlæknir á geðsviði Landspítala frá 2007 og framkvæmdastjóri geðsviðs frá 2009–2013. Þann 1. október 2013 tók hann við af Birni Zoëga sem forstjóri Landspítalans.[2]

Páll hefur birt greinar og haldið erindi alþjóðlega, einkum um rannsóknir á meðferð geðklofa, en einnig um leiðir til að draga úr nauðung í geðheilbrigðisþjónustu, um breytingar á geðheilbrigðisþjónustu, um varnir gegn kulnun í starfi og hvernig byggja megi upp þrautseigju.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
  2. Framkvæmdastjórn Landspítalans. Geymt 2019-05-02 í Wayback Machine Landspítali.is.