Páll Guðbrandsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Páll Guðbrandsson (157310. nóvember 1621) var íslenskur sýslumaður, sonur Guðbrandar Þorlákssonar biskups og Halldóru Árnadóttur konu hans. Páll lærði í Hólaskóla og fór síðan út til náms í Kaupmannahafnarháskóla 1600-1603 en er sagður lítið hafa stundað námið, enda þótti hann ekki bókhneigður, en drykkju og skemmtanir þeim mun meira, og þótti föður hans það miður. Hann var skólameistari á Hólum í eitt ár eftir heimkomuna en kvæntist þá og varð sýslumaður í Húnavatnssýslu og umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða. Hann bjó á Þingeyrum frá 1607. Páll var vinsæll, enda höfðinglundaður og gestrisinn, og þótti góður búmaður.

Kona Páls var Sigríður (1587-1633) dóttir Björns Benediktssonar sýslumanns á Munkaþverá en móðir hennar var Elín, dóttir Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur. Á meðal barna þeirra voru Þorlákur Pálsson bóndi og lögréttumaður í Víðidalstungu, Benedikt Pálsson bartskeri og klausturhaldari og Björn Pálsson sýslumaður á Espihóli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 1893“.