Ottó N. Þorláksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ottó N. Þorláksson (fæddur 4. nóvember 1871, dáinn 9. ágúst 1966) var íslenskur skipstjóri, verkalýðsfrömuður og fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Ottó fæddist í Biskupstungum og ólst að mestu upp hjá föðurfólki sínu fram yfir fermingu en foreldrar hans voru Þorlákur Sigurðsson bóndi á Korpúlfstöðum og Elín Sæmundsdóttir. Ottó byrjaði ungur í sjómennsku, tók skipstjórapróf úr Sjómannaskólanum og fór fljótlega að starfa að verkalýðsmálum. Hann var fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands og var einnig fyrsti formaður Alþýðuflokksins um tíma árið 1916.[1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ottó N. Þorláksson látinn“, Morgunblaðið 11. ágúst 1966 (skoðað 3. júlí 2019)