Fara í innihald

Orðræða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orðræða er það tungutak sem notað er í boðskiptum um ákveðið efni eða á ákveðnu sviði. Með orðræðu er átt við það sem hefur áhrif á eða stýrir notkun tungumálsins, og hvernig val höfundar mótast af samhengi, tilgangi eða ætlun höfundar og tengslum hans eða stöðu gagnvart viðtakendum. Það á bæði við talmál og ritmál.

Hugtakinu svipar til hugtaksins umræðu en þýðir ekki það sama, umræða er notað um það sem fólk segir um ákveðið málefni þegar það skiptist á skoðunum.

Hugtakið orðræða er notað í margvíslegu samhengi um það hvernig mál er notað til að tala um ákveðin fyrirbæri og minnir þá oft á hvernig orðið umræða er notað. Hugtakið orðræða vísar ekki endilega í ákveðna umræðu eða það sem tiltekið fólk hefur sagt, eins og þegar talað er um umræður. Með orðræðu er átt við málnotkunina, hvernig talað er um ákveðin mál.

Með orðinu orðræðu er ekki nauðsynlegt að umræða hafi farið fram, heldur vísar það til þess við að hugsa um hvernig tungumálið er notað til að fjalla um ákveðið viðfangsefni. Hægt er að segja: „Orðræðan um menntamál ber vott um að kennarar eru ekki ánægðir,“ en þá er ekki átt við hve margir kennarar hafa látið í ljós óánægju, heldur hvernig óánægja kennara birtist í málnotkun þeirra og annarra.

  • Guðrún Kvaran. (2008, 28. mars). Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7261
  • Höskuldur Þráinsson. (2005). Íslensk tunga III. bls. 679–684. Reykjavík: Almenna bókafélagið.