Fara í innihald

Olís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Olíuverzlun Íslands hf.)
Olís ehf
Merki Olís síðan 2022
Rekstrarform Einkahlutafélag
Slagorð Vinur við veginn
Hjáheiti Olíuverzlun Íslands
Stofnað 3. október [1927]]
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Starfsemi Eldsneytissala

Smásala

Dótturfyrirtæki ÓB - ódýrt bensín
Starfsfólk 420
Vefsíða Olis.is

Olís (upphaflega Olíuverzlun Íslands hf.) er fyrirtæki sem sér um dreifingu eldsneytis og smurolíu, ásamt smásölu, þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, flug, bílaleigur, smurstöðvar og ýmiskonar iðnað[1]. Félagið var stofnað 3. október 1927 og er eitt af 30 stærstu fyrirtækjum landsins samanlagðan starfsmannafjölda upp á 420 manns. Olís rekur einnig sjálfsafgreiðslubensínstöðvar undir merkinu ÓB - ódýrt bensín.

Árið 1999 keypti Olís allt hlutafé í Ellingsen og var það sameinað móðurfyrirtækinu árið 2001. Meðal annarra dótturfyrirtækja má nefna Hátækni og Ísmar. Erlendur birgir olíu fyrir Olís er BP. Samkeppniseftirlitið metur markaðshlutdeild Olís á bilinu 25-30%.[2] Allt hlutafé Olís er í eigu eignarhaldsfélagsins FAD 1830 sem er skráð á lögheimili Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns og stjórnarformanns Olís.

Olíuverzlun Íslands var upprunalega stofnuð þann 3. október árið 1927. Stofnendur voru Héðinn Valdimarsson, Magnús Kristjánsson, Aðalsteinn Kristinsson, Hjalti Jónsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Richard Torfason og Sigurður Jónsson. Héðinn Valdimarsson var forstjóri fram að dauða sínum árið 1948.

Verðsamráð

[breyta | breyta frumkóða]

Þ ann 28. október 2004 var Olís ásamt Skeljungi hf og Orkunni dæmt til að greiða 880 milljónir í sekt vegna ólöglegs verðsamráðs en sektin var lækkuð í 560 milljónir eftir áfrýjun. Sumarið 2011 bárust fréttir af því að til greina kæmi af hálfu Landsbankans, helsta skuldadrottins Olíss, að taka fyrirtækið yfir sökum slæmrar skuldastöðu. Þá hefði Olís síðast skilað ársreikningi fyrir árið 2008.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Vörur og þjónusta“. web.archive.org. 24. september 2023. Afritað af uppruna á 24. september 2023. Sótt 25. desember 2023.
  2. Öflug uppbygging - Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, 27. nóvember 2008 Skýrsla nr. 2/2008 Samkeppniseftirlitið, bls 92
  3. Móðurfélag Olís í gjörgæslu Landsbankans, 25. júní 2011