Olíuborhola
Olíudælur á borð við þessa eru algeng sjón í Vestur-Texas.
Olíuborhola er borhola gerð í þeim tilgangi að dæla hráolíu úr jarðlögum upp á yfirborðið. Venjulega kemur jarðgas einnig upp úr slíkum holum en gasborhola er borhola sem boruð er í þeim tilgangi að dæla gasi úr jarðlögum.