Fara í innihald

Oföndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oföndun er djúp og hröð öndun sem lýsir sér í því að magn koltvísýrings í blóði fer niður fyrir eðlileg mörk. Líkaminn tekur ekki upp meira súrefni við oföndun en það tapast meiri koltvísýringur við útöndun og blóðið missir sýru. Of lágt sýrustig í blóði veldur því að æðar í heila dragast saman og heilinn fær minna súrefni.

Oföndun getur valdið eínkennum eins og svima og sundli, og léttleikatilfinningu í höfði og yfirliði, doða og sting í útlimum og brjóstverk.

Orsakavaldar

[breyta | breyta frumkóða]

Streita og álag geta valdið oföndun. Oföndun getur komið fram við að blása upp vindsæng eða blása upp margar blöðrur. Ýmsir lungnasjúkdómar geta valdið oföndun.

Afleiðingar

[breyta | breyta frumkóða]

Oföndun getur verið hættuleg við ákveðnar aðstæður. Talið er að oföndun og ofkæling eigi þátt í því að margir sundmenn drukkna þó þeir séu nærri landi.