Ódysseifskviða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Odysseifskviða)
Stökkva á: flakk, leita

Ódysseifskviða (forngríska: Ὀδύσσεια, Odysseia) er annað tveggja sögukvæða sem eignað er forngríska skáldinu Hómer. Kvæðið er talið vera frá síðari hluta 8. aldar f.Kr. Það fjallar um heimför grísku hetjunnar Ódysseifs frá TrójuTrójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.

Ódysseifskviða er um 12 þúsund ljóðlínur og því styttri en Ilíonskviða sem er tæplega 15.700 línur. Venjulega er Ódysseifskviða talin vera yngra verk en Ilíonskviða.

Ritun kvæðisins[breyta | breyta frumkóða]

Enginn veit með vissu hver orti Hómerskviður. Frá fornöld og allt fram á 18. öld voru kvæðin eignuð blinda kvæðamanninum Hómer. Ekki er vitað hvenær hann var uppi né hvar hann hélt sig en allmargar jónískar borgir hafa gert tilkall til þess að vera fæðingarstaður skáldsins. Fræðimenn skeggræða enn í dag spurningar sem upp komu er menn fóru að rannsaka kviðurnar gagnrýnið fyrir u.þ.b. 200 árum og ekki eru menn sammála um hver Hómer hafi verið eða hversu mikið af kviðunum komi frá honum. Aðrir taka enn dýpra í árinni og velta því fyrir sér hvort kvæðin séu eftir sama höfund, hvort þær hafi orðið til hvor í sínu lagi og margir efast jafnvel um tilvist Hómers sjálfs. Margt liggur þannig á huldu um tilurð Hómerskviða. Flestir fræðimenn eru þó á þeirri skoðun að Hómerskviður hafi verið ortar seint á 8. öld f.Kr.

Bragur[breyta | breyta frumkóða]

Hómerskviður eru ortar undir hexametri sem á íslensku hefur verið nefndur sexliðaháttur. Eins og nafnið ber með sér þá má þekkja bragarháttinn á því að í hverri ljóðlínu eru sex bragliðir og samanstendur hver bragliður yfirleitt af einu löngu atkvæði og tveimur stuttum. Hexametur var vinsælt meðal Grikkja en þeir ortu ljóð sín ósjaldan undir hættinum. Rómverjar tóku hexametur síðar upp og t.a.m. skrifaði Virgill Eneasarkviðu sína og Óvidíus Myndbreytingar sínar undir þessum sama hætti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.