Ocean Ranger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ocean Ranger var fljótandi olíuborpallur sem sökk 15. febrúar 1982 þar sem hann var við könnunarborun á Miklabanka úti fyrir Nýfundnalandi, 267 km austan við St John's fyrir Mobil. Allir um borð, 84 að tölu, fórust.

Pallurinn var smíðaður fyrir ODECO í New Orleans af Mitsubishi Heavy Industries í Hiroshima í Japan árið 1976. Hann var hannaður til að þola aðstæður á opnu hafi, allt að 100 hnúta vindhraða og 34 metra öldur. Hann var notaður við strendur Alaska, New Jersey og Írlands áður en hann var sendur til Nýfundnalands.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.