Fara í innihald

Nyck de Vries

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nyck de Vries
De Vries árið 2024
Fæddur
Hendrik Johannes Nicasius de Vries

6. febrúar 1995 (1995-02-06) (30 ára)
Uitwellingerga, Frísland, Holland
ÞjóðerniHolland Hollenskur
StörfAkstursíþróttamaður

Hendrik Johannes Nicasius "Nyck" de Vries (f. 6. febrúar, 1995) er hollenskur akstursíþróttamaður sem keppir í FIA World Endurance Championship fyrir Toyota og í Formúlu E fyrir Mahindra. Í formúlu keppnum hefur de Vries keppt í 11 keppnum í Formúlu 1 frá 2022 til 2023 og unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu E árið 2021 með Mercedes.

De Vries var prufu og varaökumaður fyrir Williams, Mercedes, McLaren og Aston Martin árið 2022, frumraun hans í Formúlu 1 var í ítalska kappakstrinum 2022 þegar hann kom inn fyrir Alexander Albon hjá Williams.[1] Hann fékk sæti hjá AlphaTauri fyrir 2023[2] en var skipt út fyrir Daniel Ricciardo eftir 10 keppnir.[3] De Vries fór þá aftur í Formúlu E með Mahindra liðinu[4] og skrifaði undir hjá Toyota til að keppa í Hypercar flokknum í WEC árið 2024,[5] það ár vann hann 6 klukkustundir af Imola keppnina.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Italian GP: Williams driver Alex Albon to be replaced by Nyck de Vries after suffering appendicitis“. skysports.com. 10. september 2022. Sótt 7. maí 2025.
  2. „AlphaTauri announce Nyck de Vries for 2023 alongside Tsunoda“. formula1.com. 8. október 2022. Sótt 7. maí 2025.
  3. „Ricciardo to replace De Vries at AlphaTauri from the Hungarian Grand Prix“. formula1.com. 11. júlí 2023. Sótt 7. maí 2025.
  4. „Nyck de Vries and Edoardo Mortara join Mahindra Racing on multi-year deals“. fiaformulae.com. 26. september 2023. Sótt 7. maí 2025.
  5. Jake Nichol (20. nóvember 2023). „de Vries signs deal to join Toyota's WEC hypercar programme“. racingnews365.com. Sótt 7. maí 2025.
  6. James Newbold (22. apríl 2024). „WEC Imola: Toyota holds off Porsche to win rain-hit thriller“. motorsport.com. Sótt 7. maí 2025.